Neyðarhringingar
Mikilvægt: Þráðlausir símar, þar á meðal þetta tæki, nota útvarpsmerki, þráðlaus
kerfi, kapalkerfi og notendaforritaðar aðgerðir. Því er ekki hægt að tryggja tengingar
við hvaða skilyrði sem er. Því skyldi aldrei treysta eingöngu á þráðlaust tæki ef um er
að ræða bráðnauðsynleg fjarskipti, t.d. í bráðatilvikum.
Neyðarsímtal:
1. Ef slökkt er á tækinu skal kveikja á því. Athuga skal hvort nægilegur sendistyrkur sé
fyrir hendi.
Í tilteknum símkerfum kann að vera farið fram á að gilt SIM-kort sé rétt sett í tækið.
2. Ýttu eins oft á endatakkann til að hreinsa skjáinn og gera tækið reiðubúið fyrir
símtöl.
3. Opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði er valið. Neyðarnúmer eru
breytileg eftir stöðum.
4. Styddu á hringitakkann.
Ef ákveðnar aðgerðir eru í notkun þarf ef til vill að gera þær óvirkar áður en neyðarsímtal
er mögulegt. Nánari upplýsingar má fá í þessari handbók eða hjá þjónustuveitunni.
Í neyðarsímtali þarf að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega og
kostur er. Þráðlausa tækið getur verið eina samskiptatækið á slysstað. Ekki má slíta
símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.