Nokia 5310 XpressMusic - Þráðlaus Bluetooth-tækni

background image

Þráðlaus Bluetooth-tækni

Með þráðlausri Bluetooth-tækni er hægt að tengja símann með útvarpsbylgjum við

samhæft Bluetooth-tæki sem er í innan við 10 metra (32 feta) fjarlægð.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 + EDR sem styður eftirfarandi snið:

generic access, network access, generic object exchange, advanced audio distribution,

audio video remote control, hands-free, headset, object push, file transfer, dial-up

networking, SIM access og serial port. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem

styðja Bluetooth-tækni skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa

tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við

þetta tæki.
Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum. Kanna skal það

hjá yfirvöldum á staðnum eða þjónustuveitunni.

Uppsetning Bluetooth-tengingar
Veldu Valmynd > Stillingar > Tengimöguleikar > Bluetooth og gerðu eftirfarandi:
1. Veldu Nafn símans míns og sláðu inn heiti fyrir símann.
2. Til að kveikja á Bluetooth velurðu Bluetooth > Kveikja. táknar að kveikt sé á

Bluetooth.

3. Til að tengja símann við hljóðaukahlut velurðu Leita að hljóðaukahl. og tækið sem

þú vilt tengjast við.

4. Til að tengja símann við Bluetooth-tæki innan svæðisins velurðu Pöruð tæki >

Nýtt .
Veldu stillingu og svo Para.
Sláðu inn lykilorð (allt að 16 stafi) í símann þinn og leyfðu tenginguna við hitt

Bluetooth tæki.

Hafir þú áhyggjur af öryggi skaltu slökkva á Bluetooth-virkninni eða breyta stillingunni

Sýnileiki símans míns í Falinn. Ekki skal samþykkja Bluetooth-tengingar nema frá

traustum aðilum.

Tengingu tölvu við internetið
Notaðu Bluetooth til að tengja samhæfu tölvuna þína við internetið án PC Suite

hugbúnaðar. Þjónustuveitan verður að styðja aðgang að internetinu og tölvan þarf að

styðja Bluetooth PAN (Personal Area Network). Eftir tengingu við aðgangsstað símans

og pörun við tölvuna opnar síminn sjálfkrafa pakkagagnatengingu við internetið.