Dagsetning og tími
Til að breyta gerð klukkunnar, tímastillingum, tímabelti og dagsetningarstillingum
velurðu Valmynd > Stillingar > Dagur og tími.
Þegar þú ferðast í öðru tímabelti velurðu Valmynd > Stillingar > Dagur og tími >
Dags- og tímastill. > Tímabelti: og flettir til vinstri eða hægri til að velja tímabelti
staðsetningar þinnar. Tíminn og dagsetningin eru stillt til samræmis við tímabeltið og
þannig birtist réttur senditími texta- eða margmiðlunarskilaboða.
Sem dæmi er GMT -5 tímabeltið fyrir New York (Bandaríkjunum), 5 klst. vestur af
tímanum í Greenwich/London (Englandi).