Nokia 5310 XpressMusic - Sending skilaboða

background image

Sending skilaboða

Senda skilaboð
Veldu Senda til að senda skilaboðin. Síminn vistar skilaboðin í Úthólf möppunni og

sendir þau svo.

Til athugunar: Táknið um að skilaboð hafi verið send, eða texti sem birtist á skjá

tækisins, merkir ekki að viðtakandinn hafi fengið skilaboðin.
Ef sendingin rofnar gerir síminn nokkrar tilraunir til að reyna að senda skilaboðin. Ef

það mistekst að senda skilaboðin eru þau áfram í Úthólf möppunni. Hætt er við

sendingu valinna skilaboða í Úthólf möppunni með því að velja Valkostir > Hætta við

sendingu.
Til að vista skilaboðin í Sendir hlutir möppunni velurðu Valmynd > Skilaboð >

Skilaboðastill. > Almennar stillingar > Vista send skilaboð.

Skipulagning skilaboða
Síminn vistar móttekin skilaboð í Innhólf möppunni. Skipulagðu skilaboðin þín í möppu

vistaðra hluta.
Til að bæta við, endurnefna eða eyða möppu velurðu Valmynd > Skilaboð > Vistaðir

hlutir > Valkostir.