
Skilaboðastillingar
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastill. til að setja upp skilaboðaforritið.
● Almennar stillingar — til að láta símann vista send skilaboð, til að leyfa það að
skrifað sé yfir eldri skilaboð þegar skilaboðaminnið er fullt, og til að setja upp aðra
valkosti fyrir skilaboð
● Textaboð — til að leyfa skilatilkynningar, til að setja upp skilaboðamiðstöðvar fyrir
SMS og SMS-tölvupóst, til að velja stafgerðina og til að setja upp aðra valkosti fyrir
textaskilaboð
● Margmiðlunarboð — til að leyfa skilatilkynningar, velja útlit
margmiðlunarskilaboða, leyfa móttöku margmiðlunarskilaboða og auglýsinga og til
að setja upp aðra valkosti sem tengjast margmiðlunarskilaboðum
● Tölvupóstskeyti — til að leyfa móttöku tölvupósts, velja stærð mynda í tölvupósti
og setja upp aðra valkosti sem tengjast tölvupósti