Símtöl hringd
Hægt er að hringja á nokkra vegu:
● Sláðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri, og ýttu á hringitakkann.
Til að hringja á milli landa skaltu ýta tvisvar sinnum á * takkann til að hringja úr
landinu (+ táknið kemur í stað alþjóðlega svæðisnúmersins), velja landsnúmerið,
svæðisnúmerið (án 0, ef þörf er á því) og síðan símanúmerið.
● Þegar ýtt er einu sinni á hringitakkann í biðstöðu opnast listi með þeim
símanúmerum sem hringt hefur verið í. Veldu númer eða nafn og ýttu á
hringitakkann.
● Hægt er að leita að nafni eða símanúmeri sem hefur verið vistað í Tengiliðir.
Sjá
„Skipuleggja tengiliði“, bls. 25.
Til að stilla hljóðstyrkinn meðan á símtali stendur er ýtt á hljóðstyrkstakkana.