microSD kortið tekið úr símanum
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið í miðri aðgerð þegar verið er að nota
kortið. Sé kortið fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á minniskortinu
og tækinu og gögn sem eru vistuð á kortinu gætu skemmst.
Hægt er að fjarlægja eða skipta um microSD-kort án þess að slökkva á tækinu.
1. Gakktu fyrst úr skugga um að ekkert forrit sé að nota microSD minniskortið.
2. Fjarlægðu bakhlið tækisins.
3. Ýttu microSD-kortinu aðeins inn til að losa það og fjarlægja.