Nokia 5310 XpressMusic - Flugsnið

background image

Flugsnið

Notaðu flugsniðið til að loka fyrir útvarpsbylgjur til og frá tækinu þar sem þær eru

óleyfilegar — um borð í flugvélum eða á sjúkrahúsum. Ennþá er hægt að nota leiki (sem

ekki þurfa internettengingu), dagbókina og símanúmer.

vísirinn sést á skjánum

þegar flugsniðið er virkt.
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið > Flug > Virkja eða Eigið val til að virkja eða

setja upp flugsniðið.
Slökkt er á flugsniðinu með því að velja aðra stillingu.

Neyðarsímtal í flugstillingu
Sláðu inn neyðarnúmerið, ýttu á hringitakkann og veldu þegar Óvirkja flugsnið?

birtist.

Viðvörun: Í flugsniðinu er ekki hægt að hringja eða svara símtölum, þar á meðal

neyðarsímtölum, eða nota aðra valkosti þar sem þörf er á tengingu við símkerfi. Eigi að

hringja verður fyrst að virkja símaaðgerðina með því að skipta um snið. Ef tækinu hefur

verið læst skal slá inn lykilnúmerið. Ef hringja þarf neyðarsímtal meðan tækið er læst

og flugsniðið er virkt kann einnig að vera hægt að slá inn neyðarnúmerið sem er forritað

í tækið í reitinn fyrir lykilnúmerið og velja 'Hringja'. Tækið staðfestir að verið sé að gera

flugsniðið óvirkt til að hefja neyðarsímtal.