Nokia 5310 XpressMusic - Tónlistar­valmynd

background image

Tónlistarvalmynd

Fáðu aðgang að tónlistarskrám og myndskeiðum sem vistuð eru í símanum eða

minniskortinu, hlaða niður tónlist eða myndskeiðum af vefnum eða staumspila

myndskeið frá netþjóni (netþjónustu).
Til að hlusta á tónlist eða horfa á myndskeið velurðu skrá í Spilunarlistar, Flytjendur,

Plötur eða Stefnur og velur svo Spila.
Ef þú vilt hlaða niður skrám af netinu velurðu Valkostir > Hlaða niður og svo síðuna

með efninu sem á að hlaða niður.
Til að uppfæra tónlistarsafnið eftir að þú hefur bætt við skrám velurðu Valkostir >

Uppfæra safn.

Spilunarlisti búinn til
Til að skoða spilunarlista með tónlistarvali þínu skaltu gera eftirfarandi:
1. Veldu Spilunarlistar > Nýr spilunarlisti og sláðu inn heiti spilunarlistans.
2. Bættu við tónlistarskrá eða myndskeiði af þeim listum sem birtir eru.
3. Veldu Lokið til að geyma listann.

Stillingar fyrir straumspilun
Hægt er að fá stillingar fyrir straumspilun í stillingaboðum frá þjónustuveitunni eða

símafyrirtækinu.

Sjá „Stillingaþjónusta“, bls. 9.

Einnig er hægt að slá stillingarnar inn

handvirkt.

Sjá „Stillingar“, bls. 34.

Stillingarnar eru teknar í notkun á eftirfarandi hátt:
1. Veldu Valkostir > Hlaða niður > Straumstillingar > Samskipun.
2. Veldu þjónustuveitu, Sjálfgefnar, eða Eigin stillingar fyrir straumspilun.
3. Veldu Áskrift og reikning fyrir straumspilunarþjónustu sem er innifalinn í virku

stillingunni.