Eiginleikar útvarps
Veldu Valkostir > Stillingar til að slökkva á útvarpinu, skipta á milli höfuðtóls og
hátalara og skipta á milli steríó- og mónó-hljómburðar. Veldu Kveikt á RDS til að birta
upplýsingar úr gagnakerfi útvarpsins um stöðina sem stillt er á. Veldu Sjálfvirk tíðnileit
á til að virkja sjálfvirka leit að þeirri tíðni sem skilar bestum móttökuskilyrðum fyrir
stöðina sem stillt er á.
Visual radio
Sumar útvarpsstöðvar senda út texta eða myndrænar upplýsingar sem hægt er að birta
með Visual Radio (sérþjónusta). Upplýsingar um framboð og kostnað fást hjá
þjónustuveitu.
Til að velja notendakenni útvarpsstöðvar fyrir sjónræna þjónustu velurðu Valkostir >
Útvarpsstöðvar og svo stöð. Veldu Valkostir > Notendakenni og sláðu inn
notendakennið.
Veldu Valkostir > Visual Radio til að ræsa Visual radio.
Veldu Valkostir > Leyfa sjónr. þjónustu til að ræsa Visual Radio sjálfkrafa eða til að
ræsa það með staðfestingu eftir að kveikt er á útvarpinu.