Um símann
Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt til notkunar á EGSM 900, GSM
1800 og 1900 símkerfunum. Fáðu frekari upplýsingar um símkerfi hjá þjónustuveitunni.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og
lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að afrita, breyta, flytja eða
framsenda myndir, tónlist (þ.m.t. hringitóna) og annað efni.
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem
geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum
upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að vera
kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur valdið
truflun eða hættu.