Stafræn réttindi
Rétthafar efnis geta notað mismunandi notkunarleyfakerfi til að vernda hugverkarétt
sinn, þar með talið höfundarrétt. Þetta tæki notar ýmiss konar notkunarleyfishugbúnað
til að opna verndað efni. Með þessu tæki kanntu að geta fengið aðgang að efni sem er
varið með WMDRM 10, OMA DRM 1.0, OMA DRM 1.0 forward lock og OMA DRM 2.0. Ef
tiltekinn notkunarleyfishugbúnaður verndar ekki efnið á tilskilinn hátt geta rétthafar
farið fram á að heimild til að nota hugbúnaðinn til að opna nýtt efni verði afturkölluð.
Afturköllun gæti einnig komið í veg fyrir endurnýjun á vernduðu efni sem þegar er til
staðar í tækinu. Endurvakning slíks hugbúnaðar hefur ekki áhrif á notkun efnis sem er
verndað með öðrum gerðum stafrænna réttinda eða notkun efnis sem ekki er verndað
með stafrænum réttindum.
A l m e n n a r u p p l ý s i n g a r
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
10
Efni sem verndað er með notkunarleyfi fylgir viðeigandi opnunarlykill sem tilgreinir rétt
þinn á að nota efnið.
Til að taka öryggisafrit af efni sem er verndað með OMA notkunarleyfi skaltu nota
öryggisafritunarvalkost Nokia PC Suite.
Ef tækið inniheldur WMDRM-varið efni glatast það efni ásamt opnunarlyklum þess ef
minni tækisins er forsniðið. Einnig gætu opnunarlyklarnir og efnið glatast ef skrár í
tækinu skemmast. Glatist opnunarlyklarnir eða efnið getur það takmarkað möguleikann
á að nota efnið aftur. Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveitu.